Ég fór á Á næstu grösum í hádeginu og fékk mér rét…

Ég fór á Á næstu grösum í hádeginu og fékk mér rétt dagsins sem var gratinerað blómkál með grænum pipar, borið fram með fylltri papriku, hrísgrjónum með ítalskri sósu og fersku salati. Mmmm…hvað þetta var gott! Ég vildi að ég kynni að elda svona góða grænmetisrétti. Ég hef farið þarna einu sinni áður og þá fékk ég mér líka rétt dagsins sem var þá baunaréttur með rótargrænmetissalati, sá réttur var líka mjööög góður. Það er líka boðið upp á marga aðra rétti eins og t.d. grænmetislasagne, grænmetisbuff ofl, allt þvílíkt girnilegt. Svo spillir að sjálfsögðu ekki fyrir að þetta er bráðhollt allt saman:) Ég mæli allavega með þessum stað.

Ég er komin í þvílíkt jólaskap, við ætlum að byrja að skreyta hjá okkur um helgina, allavega setja seríur í glugga og svona eitthvað að byrja. Ég get varla beðið. Katla fékk súkkulaðidagatal frá Georg vini hennar í Íslandsbanka. Ég fór og sótti það fyrir hana í gær og hún er farin að telja dagana þangað til hún má byrja að opna, frekar skondið, að telja niður dagana þangað til hún fær að byrja að telja niður dagana til jóla með dagatalinu:)

Auglýsingar

Kominn mánudagur eina ferðina enn…en það er víst…

Kominn mánudagur eina ferðina enn…en það er víst óhjákvæmilegt, hann fylgir jú alltaf á eftir helginni:)…sem var reyndar mjög skemmtileg. Ég var svo heppin að vinna miða fyrir 2 á tónleikana „stóra stundin okkar“ sem voru í Smáralind um helgina (og verða líka næstu helgi) og geisladisk, algjör heppnisgrís bara, hringdi inn á Létt 96.7 og datt inn á réttum tíma. En allavega, við Katla fórum á tónleikana á laugardeginum, Sæbi var að keppa og við bíllausar en Sóley sótti okkur og skutlaði okkur í Smáralindina (takk:)).

Þetta voru bara hinir fínustu tónleikar, Katla skemmti sér allavega mjög vel:) Þarna voru t.d. Jónsi, Selma Björns, Birgitta Haukdal, Nylon, Felix Bergsson, Jón Sigurðs, ofl.

Og allir sungu þekkt barnalög. Var frekar fyndið þegar Birgitta Haukdal var að syngja, hún var í einhverjum svaka prinsessukjól og með kórónu og allar litlu stelpunar þyrptust upp að sviðinu til þess að taka myndir af henni, ég er fegin að Katla er ekki komin í þennan gír ennþá:) Já, ég var næstum búin að gleyma því að Birta og Bárður voru kynnar og tóku líka nokkur lög, Kötlu fannst þau reyndar langskemmtilegust. Við röltum svo bara yfir til tengdó þegar tónleikarnir voru búnir. Þar voru Bjarni, Erla og Orri og þau buðu okkur í mat, þannig að við fórum fljótlega til þeirra. Fengum svooo góðar pizzur, eina með humri og hvítlauk (as seen in innlit-útlit:), hún var ofsalega góð. Gaman að prófa eitthvað nýtt. Sóley var líka boðin í mat og við spiluðum svo partý og co eftir matinn.

Var mjög skemmtilegt, eins og alltaf þegar við hittumst.

Þessa vikuna er svo opið hús í leikskólanum hjá Kötlu og ég kíkti þangað í morgun.

Tíminn sem ég skráði mig í var tónlistar- og tölvutími en það breyttist aðeins vegna rafmagnsleysis. En börnin fengu að leika sér með einingakubba í staðinn, það var mjög gaman að fylgjast með þeim, allir fóru strax og sóttu sér kubba og byrjuðu að byggja, vantaði sko ekki hugmyndaflugið hjá þeim. Gaman líka að sjá hvað þau byggðu ólíka hluti.

Svo fóru börnin sem þulu sem þau hafa verið að æfa fyrir dag íslenskrar tungu (sem er á morgun) en þá munu þau fara með þuluna í salnum fyrir hina krakkana. Eftir þetta var útitími og ég fór aðeins út með Kötlu, entist nú ekki lengi í kuldanum..tærnar voru um það bil að detta af mér þegar ég fór. En þetta var mjög skemmtilegt, gaman að fá tækifæri til að sjá smá brot af því sem hún er að gera í leikskólanum:)

Hæhæ, Helgin var alveg með rólegasta móti, Sæbi…

Hæhæ,

Helgin var alveg með rólegasta móti, Sæbi fór í keppnisferð til Egilsstaða og við Katla lágum aðallega í leti heima. Við kíktum reyndar aðeins út á laugardaginn, fórum í Garðheima og kíktum á jóladótið þar, margt mjög flott, sá hrikalega flotta ljósa-óróa en mér fannst þeir ekki alveg eins flottir þegar ég sá verðið:) Við fórum svo í bakaríið og fengum okkur smá snarl..mjög ljúft. Við ætluðum svo að skreppa eitthvað út á sunnudaginn en nei þá var daman bara lögst í ælupest:( Þannig að við eyddum deginum bara að mestu leyti fyrir framan sjónvarpið. Við vorum svo heima í gær að mestu leyti við sömu iðju nema við föndruðum líka nokkur jólakort og fórum í feluleik:) Þessi pest gekk svo sem betur fer fljótt yfir og er daman mætt í leikskólann núna, hress og kát:) Mótið hjá Sæba gekk vel og þeir unnu alla leikina, nema hvað:) Við enduðum svo helgina á að horfa á hinn sívinsæla bingóþátt á skjá einum, Kötlu finnst þetta alveg frábær þáttur og bíður spennt á hverju sunnudagskvöldi:)

Ég downlodaði lagi fyrir helgina sem ég er búin að vera að leyta að núna í smátíma, fann það loksins hér Er búin að vera að hlusta á það næstum stanslaust síðan, þetta er blanda af „Somewhere over the rainbow“ og „What a wonderful world“ í flutningi Israel Kamakawiwo’ole. Brot af þessu lagi heyrist í einni af umferðarauglýsingunum sem hafa verið í gangi að undanförnu. Ég veit nú ekki mikið um flytjandann, nema svona rétt það sem ég hef lesið á netinu, veit að hann var frá Hawaii og lést árið 1997. En þetta lag er allvega frábært í hans flutningi og aldrei að vita nema maður skelli sér á disk með honum einhverntíma, kíkti á e-bay og fann þar nokkra. Talandi um e-bay, þvílík snilld er sá vefur, ég held að það sé nánast sama að hverju maður er að leita, það finnst á e-bay:)

Ég er aðeins búin að vera að versla þar að undanförnu, hef keypt svolítið af fötum á prinsessuna og nokkrar jólagjafir. Held að ég sé ca hálfnuð með jólagjafakaupin, er mjög sátt við það, fínt að dreifa þessu aðeins. Ég er líka alveg búin að sjá það að ef maður sér eitthvað sniðugt sem gæti hentað í jólagjöf handa einhverjum er langbest að kaupa það strax, því að annars gleymist það eða er ekki til þegar maður ætlar svo loksins að kaupa það.

Ég er heima í dag með veika prinsessu, annar dagur…

Ég er heima í dag með veika prinsessu, annar dagurinn okkar heima. En ég held að sú stutta sé nú eitthvað að hressast. Held reyndar að ég sé alveg við það að fá alvarlegt bráðaofnæmi fyrir litlu hafmeyjunni 2. Katla hefur nefnilega ótakmörkuð afnot af vídeótækinu þegar hún er veik og nýtir það til hins ýtrasta:) Hún er líka þannig að hún tekur algjöru ástfóstri við eina spólu og vill BARA horfa á hana í kannski mánuð eða svo og tekur svo til við einhverja aðra.

Ég er svo að fara á síðasta föndurnámskeiðið í kvöld…skrappnámskeið í Föndru , hlakka mikið til:) Námskeiðin urðu reyndar „bara“ 3 þegar upp var staðið, við Sóley hættum við að fara á mósaíknámskeiðið, en það er líka fínt að eiga eitthvað eftir fyrir næsta ár. En það gengur víst ekki að hanga bara í tölvunni, ætla að fara og ráðast á þvottakörfuna í smástund:)