Jæja, tímamót í mínu lífi núna í hádeginu…ég fór…

Jæja, tímamót í mínu lífi núna í hádeginu…ég fór loksins og skilaði afruglaranum sem ég er búin að vera með í hmm….sennilega 6 ár…þetta byrjaði allt með því að við Inga Rut fengum okkur þennan afruglara þegar við leigðum saman á Einigrundinni (skaganum) í den.

Svo einhverra hluta vegna (ætli ég hafi ekki bara frekjast til þess að fá hann) fylgdi hann mér þegar ég flutti í borg óttans árið 1998. Þegar hér er komið við sögu vorum við Inga reyndar fluttar í lúxusíbúðina okkar á Suðurgötunni ásamt Stínu.

En allavega…afruglarinn var reyndar ekki það eina sem ég tók með mér þegar ég flutti…tók ískápinn sko líka…ég átti hann reyndar þannig að það var nú svosem í lagi..eða réttara sagt hefði verið í lagi ef ég hefði ekki flutt viku (eða var það meira en vika) á undan stelpunum og skilið þær eftir íssápslausar..ég veit ekki hvort að þær fyrirgefa mér nokkurtíma:) Þær voru allavega ekki mjög sáttar þegar þær voru að staulast út á svalir á náttfötunum að sækja sér mjólk út á seríósið:) En þetta var nú smá útúrdúr..aftur að afruglaranum….hann semsagt var alltaf á Ingu Rutar nafni og hún kvartaði nú svosem ekki yfir því þegar M12 tilboðin streymdu til hennar á tímabili.

En það er nú löngu liðið því að við höfum ekki borgað áskrift í allvega 4 ár…en datt okkur í hug að skila afruglarakvikindinu? Nei…það var of mikil fyrirhöfn….þess í stað fluttum við hann með okkur fjórum sinnum….til þess eins að henda honum í nýjan skáp eða geymslu á hverjum stað fyrir sig…ég væri sko ekki ennþá búin að skila honum ef við hefðum ekki fengið hótunarbréf í póstinum um daginn….það var annaðhvort að skila greyinu eða borga einhverja x upphæð og eins og mér var nú farið að þykja vænt um afruglarann þá kom nískupúkinn upp í mér og ég semsagt skutlaði honum uppeftir áðan.

Já, þetta var sagan af afruglaranum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: