Ég pantaði mér ilmkerti frá Töfraljósum og fékk þa…

Ég pantaði mér ilmkerti frá Töfraljósum og fékk þau loksins í gær…pakkinn var sko borinn út til mín á föstudaginn..en ég þurfti að borga sendingarkostnaðinn og var bara með kort….ekkert mál með það…póstgaurinn var með posa…en posadraslið þurfti svo endilega að frjósa þannig að póstgaurinn þurfti að taka pakkann aftur og skilja eftir tilkynningu í staðinn…frekar fúlt…hann fullvissaði mig um að færslan myndi ekki fara í gegn en sem betur datt mér í hug að kíkja í heimabankann áður en ég fór að sækja pakkann á laugardaginn og jú jú…færsludruslan fór í gegn. Þetta var svo til þess að ég þurfti að bíða fram á mánudag með að fá pakkann af því að ég þurfti fyrst að fá endurgreitt frá Íslandspósti og borga svo aftur á pósthúsinu…don’t ask me why…allavega þvílíkt vesen fyrir 2 lítil ilmkerti:) Svo var ég ekki alveg nógu ánægð með kertin…þau eru mjög flott reyndar en ilmurinn er ekki alveg fyrir minn smekk…bjóst við að hann væri öðruvísi..heitir sjávardraumur…en hann venst kannski:) Ég hefði samt alveg örugglega valið annan ef ég hefði getað fundið lyktina í gegnum netið en það er því miður ekki hægt..ennþá allavega…verður kannski einhverntíma hægt.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: