Jæja, tímamót í mínu lífi núna í hádeginu…ég fór…

Jæja, tímamót í mínu lífi núna í hádeginu…ég fór loksins og skilaði afruglaranum sem ég er búin að vera með í hmm….sennilega 6 ár…þetta byrjaði allt með því að við Inga Rut fengum okkur þennan afruglara þegar við leigðum saman á Einigrundinni (skaganum) í den.

Svo einhverra hluta vegna (ætli ég hafi ekki bara frekjast til þess að fá hann) fylgdi hann mér þegar ég flutti í borg óttans árið 1998. Þegar hér er komið við sögu vorum við Inga reyndar fluttar í lúxusíbúðina okkar á Suðurgötunni ásamt Stínu.

En allavega…afruglarinn var reyndar ekki það eina sem ég tók með mér þegar ég flutti…tók ískápinn sko líka…ég átti hann reyndar þannig að það var nú svosem í lagi..eða réttara sagt hefði verið í lagi ef ég hefði ekki flutt viku (eða var það meira en vika) á undan stelpunum og skilið þær eftir íssápslausar..ég veit ekki hvort að þær fyrirgefa mér nokkurtíma:) Þær voru allavega ekki mjög sáttar þegar þær voru að staulast út á svalir á náttfötunum að sækja sér mjólk út á seríósið:) En þetta var nú smá útúrdúr..aftur að afruglaranum….hann semsagt var alltaf á Ingu Rutar nafni og hún kvartaði nú svosem ekki yfir því þegar M12 tilboðin streymdu til hennar á tímabili.

En það er nú löngu liðið því að við höfum ekki borgað áskrift í allvega 4 ár…en datt okkur í hug að skila afruglarakvikindinu? Nei…það var of mikil fyrirhöfn….þess í stað fluttum við hann með okkur fjórum sinnum….til þess eins að henda honum í nýjan skáp eða geymslu á hverjum stað fyrir sig…ég væri sko ekki ennþá búin að skila honum ef við hefðum ekki fengið hótunarbréf í póstinum um daginn….það var annaðhvort að skila greyinu eða borga einhverja x upphæð og eins og mér var nú farið að þykja vænt um afruglarann þá kom nískupúkinn upp í mér og ég semsagt skutlaði honum uppeftir áðan.

Já, þetta var sagan af afruglaranum.

Auglýsingar

Ég pantaði mér ilmkerti frá Töfraljósum og fékk þa…

Ég pantaði mér ilmkerti frá Töfraljósum og fékk þau loksins í gær…pakkinn var sko borinn út til mín á föstudaginn..en ég þurfti að borga sendingarkostnaðinn og var bara með kort….ekkert mál með það…póstgaurinn var með posa…en posadraslið þurfti svo endilega að frjósa þannig að póstgaurinn þurfti að taka pakkann aftur og skilja eftir tilkynningu í staðinn…frekar fúlt…hann fullvissaði mig um að færslan myndi ekki fara í gegn en sem betur datt mér í hug að kíkja í heimabankann áður en ég fór að sækja pakkann á laugardaginn og jú jú…færsludruslan fór í gegn. Þetta var svo til þess að ég þurfti að bíða fram á mánudag með að fá pakkann af því að ég þurfti fyrst að fá endurgreitt frá Íslandspósti og borga svo aftur á pósthúsinu…don’t ask me why…allavega þvílíkt vesen fyrir 2 lítil ilmkerti:) Svo var ég ekki alveg nógu ánægð með kertin…þau eru mjög flott reyndar en ilmurinn er ekki alveg fyrir minn smekk…bjóst við að hann væri öðruvísi..heitir sjávardraumur…en hann venst kannski:) Ég hefði samt alveg örugglega valið annan ef ég hefði getað fundið lyktina í gegnum netið en það er því miður ekki hægt..ennþá allavega…verður kannski einhverntíma hægt.

ÞÚ ERT: GAIA Gaia er gyðja jarðarinnar og st…

ÞÚ ERT:

GAIA

Gaia er gyðja jarðarinnar og stundum kölluð Móðir Jarðar. Gaija tók sér Uranus son sinn sem eiginmann og átti með honum 12 börn. Þess utan eignaðist hún fjölda barna með öðrum, og þar á meðal þrjú skrímsli. Þegar hún þreyttist á barneignum með Uranusi bað hún annan son sinn Cronus að hjálpa sé að gelda Uranus, sem og hann gerði.

Hún varði annars börn sín og elskendur með kjafti og klóm ef einhver gerði á hlut þeirra, svo það er óþarfi að örvænta alveg…

Kerti sem lýsa þinni innri gyðju sem Gaia eru hvít með brúnum lit sem læðist upp kertið og með ilmnum Ungverskur Dísarunni.

Þetta próf má finna hér 🙂

Ég las einhverstaðar um daginn að nú væri sko haus…

Ég las einhverstaðar um daginn að nú væri sko haustið örugglega komið af því að kartöflugrösin í Borgarfirðinum væru fallin! Hmm..ég held að það þurfi nú ekki að fara alla leið upp í Borgarfjörð og rýna í kartöflugrös til þess að sjá að haustið er komið…er nú bara nóg að kíkja út um gluggann:) En eins og áður hefur komið fram þá elska ég haustið….er alveg dottin í kúraundirteppiviðkertaljós fílinginn og elda ekkert nema rétti sem ylja manni alveg inn að hjartarótum og niður í tær þessa dagana…er svo að fara að skrá mig á föndurnámskeið á næstu dögum…ég, Sóley og Erla ætlum að skella okkur á einhver námskeið eins og við gerðum fyrir jólin í fyrra…það var SVOOO gaman…get varla beðið eftir að fara að föndra:)

Og talandi um jólin þá er ég búin að skrifa jólagjafalistann…hehe…er reyndar ekki búin að ákveða nærri því allar gjafirnar en komin með nokkrar góðar hugmyndir:)

Ohh….þessi árstími er bara alveg yndislegur:)