Jæja, þá er maður kominn heim úr sveitasælunni…b…

Jæja, þá er maður kominn heim úr sveitasælunni…best að segja aðeins frá sumarfríinu so far.  Við erum búin að eiga frábæra daga, verst hvað fríið líður hratt….en svona er þetta bara, en við þurfum nú svosem ekki að kvarta ennþá, eigum viku eftir:)  En allavega, við eyddum fyrstu dögunum heima sem var mjög fínt, brunuðum svo norður á Sigló þar sem okkur bauðst að fá lánaðan bíl eftir að elsku litli runóinn okkar bilaði eina ferðina enn….ætla nú ekki að fara nánar út í þá framhaldssögu hér, ekki skemmtilegt.  Það var mjög notalegt á Sigló eins og alltaf, við vorum nú að mestu bara í rólegheitum eins og oftast, en við fórum þó og skoðuðum bátahúsið og sáum síldarsöltun, það var mjög skemmtilegt, sérstaklega af því að pabbi tók þátt.  Katla Dögg var alveg heilluð og talaði lengi á eftir um leikritið sem hún sá og sérstaklega „brjáluðu konuna“ eins og hún kallaði eina fjöruga síldarstúlku.  Við kvöddum svo Sigló eftir 5 daga í góðu yfirlæti, og héldum heim á leið.  Stoppuðum hérna heima í 2 daga en héldum svo áleiðis í sumarbústaðaferð austur í Vaðnes, aftur á lánsbíl, Bjarni, Erla, Orri og Sóley komu með.  Við byrjuðum á því að skella okkur í pottinn, nema hvað:)  Grilluðum svo og krakkarnir léku sér úti, sældarlíf.  Við spiluðum svo um kvöldið og höfðum það gott.   Daginn eftir tókum við því rólega, fórum að sjálfsögðu aftur í pottinn og grilluðum pylsur.  Gestirnir kvöddu svo eftir hádegið og við skruppum í bíltúr á Selfoss og versluðum og náðum okkur í bæklinga um nágrennið.   

Það sem við afrekuðum svo næstu daga var t.d. að heimsækja Sólheima í Grímsnesi, það var mjög sérstakt og skemmtilegt að koma þangað, svo friðsælt og fallegt.  Við skoðuðum listsýningu heimamanna, kíktum á kaffihúsið Grænu könnuna og gengum um svæðið.  Það var áberandi hvað allir sem við hittum vorum vingjarnlegir og glaðlegir, alveg yndislegur staður:)  Aðrir staðir sem við heimsóttum voru Eyrarbakki og Hveragerði, alltaf gaman að koma í Eden.   Við fengum  líka fleiri gesti, Gústi og Loretta kíktu á okkur eitt kvöld, mjög gaman að fá þau í heimsókn og ekki verra að þau tóku með sér dýrindis lambalæri sem við grilluðum um kvöldið, sjúklega gott.  Tengdapabbi kom svo til okkar næstsíðasta daginn var svo samferða okkur heim.  Hann kom á bílnum okkar sem hann var búinn að gera við á meðan vorum í burtu, algjör perla sko:)

Þannig að runóinn virkar í bili..krossa fingur og tær að svo verði áfram.  En allavega við fórum í bíltúr að Laugarvatni með tengdó, þar fundum við ansi skemmtilegt gallerí, tengdó keypti söl og við Sæbi létum okkur nú hafa það að smakka *hrollur*, segjum bara að hann hafi fengið að eiga þau alveg í friði.  Við gengum aðeins um niðri við vatnið en flugurnar reyndu að éta okkur lifandi þannig að við forðuðum okkur fljótlega inní bíl.  Fengum okkur svo ís og brunuðum aftur í bústaðinn.  Við komum svo í bæinn í gær eftir frábæra viku í sveitasælunni, potturinn vel nýttur, grill á hverju kvöldi og afslöppun, ég bið ekki um meira, nema kannski að sólin hefði mátt sýna sig örlítið oftar, en þetta var yndislegur tími:)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: