Jæja, það er nú skylda að skrifa smá um Eurovision…

Jæja, það er nú skylda að skrifa smá um Eurovision er það ekki:) Mér fannst Jónsi standa sig vel á sviðinu…reyndar fannst mér byrjunin eitthvað smá skrítin hjá honum…en er ekki viss hvort að mér misheyrðist bara eða hvað…fannst hann allavega standa sig mjög vel í heildina. Mér finnst lagið mjög fallegt, en kannski hentar ekki alveg sem Eurovision lag…þetta er svona lag sem venst vel…spurning hvort að okkur hefði gengið betur ef við hefðum tekið þátt í forkeppninni…eða þá ef Jónsi hefði ferðast um alla Evrópu og kynnt lagið eins og Ruslana gerði víst með sigurlagið. Ég heyrði í útvarpinu í morgun að hún hefði komið hingað í mars…það hefur farið svona hressilega framhjá mér greinilega. En allavega svona er þetta bara 19. sætið og að Páll Óskar er greinilega berdreyminn því að hann sagði víst frá því í viðtali fyrir keppnina að hann hefði dreymt að við lentum í 19 sæti. Hann klikkar ekki frekar en fyrri daginn:)

Ég átti svo mjög fyndnar samræður við dóttur mína í gær…hehe…ég var að hengja upp þvott og þar á meðal pollabuxurnar hennar…heyrist þá ekki í henni „Mamma, það er ennþá sandur á pollabuxunum mínum! Af hverju notaðirðu ekki Ariel sensitive?“ Ég átti nú bágt með að halda andlitinu en spurði hvort að hún héldi að það hefði virkað betur og hún var sko alveg sannfærð um það. Tek það fram að hún er 4 ára..hehe…og gangandi auglýsing þessa dagana…og leggur greinilega áherslu á þvottaefni því að hún sagði við mig um daginn útí búð þegar hún sá að konan sem var fyrir framan okkur í röðinni var að kaupa Vanish þvottaefni (þetta bleika) „Mamma, af hverju kaupir þú aldrei Vanish?“ Ég spurði af hverju ég ætti að gera það og hún var sko alveg með þetta á hreinu…sko…þú setur það í skál og dýfir svo fötunum oní og þá hverfa allir blettirnir! Er það skrítið þó að ég sé stundum í vafa hver eigi að kallast húsmóðirin á heimilinu:)

Auglýsingar

You are Barbatine! You are well-read and love tole…

Academic
You are Barbatine! You are well-read and love to
learn. You were gloomy in your youth and found

nothing you liked to taste, but you’re older now,
and have an incisive sense of humour that

makes you and others smile.

Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla

Hvað heitir þessi nú aftur á íslensku….hmmm…..Barbavís var það ekki?

Ég skellti mér í fataleiðangur í dag, loksins……..

Ég skellti mér í fataleiðangur í dag, loksins…..heldur betur kominn tími á það. Skutlaði prinsessunni til afa síns og fór svo í zik zak, en fann ekkert þar:( Var nú frekar fúl þegar ég kom þaðan út af því að ég hef yfirleitt fundið mér eitthvað þar. Ég sótti svo Sæba í vinnuna, skutlaði honum til pabba síns og fór svo í Smáralind. Fór reyndar bara í Hagkaup af því að klukkan var orðin svo margt….og viti menn….ég fann mér þessar fínu gallabuxur:) Hefði örugglega getað keypt eitthvað fleira, en ég hafði bara svo lítinn tíma…hljóp þarna fram og til baka eins og vitleysingur og mátaði og mátaði…..var svo ákveðin í að kaupa mér skó af því að ég hafði séð svo fína skó þarna um daginn…en nei….þá var nottulega bara ekkert til í mínu númeri!

Það hefur örugglega verið fyndið að sjá mig af því að ég hljóp þarna um skódeildina og mátaði og mátaði á methraða, klukkan orðin sjö og búið að loka búðinni. Ég var þessi gjörsamlega óþolandi viðskiptavinur sem getur ekki drattast út þegar búið er að loka, ég var reyndar ekki ein þarna….en það er sama……ég gafst upp á endanum orðin kófsveitt og illt í puttunum af að troða mér í alla þessa skó…þannig að ég verð bara að kíkja aftur við betra tækifæri. En leiðangurinn var allavega ekki alveg til einskis af því að ég kom út með flottar buxur og röndótta sokka:) Ég fór svo í bíó áðan með Sóley mágkonu. Við fórum á Secret window mér fannst hún mjög góð…Johnny Depp klikkar ekki frekar en venjulega…hann er alltaf góður…og flottur….þó að hann væri í gömlum náttslopp nánast alla myndina þá var hann samt flottur!