Jæja, ég mætti í vinnuna aftur í morgun eftir 4 da…

Jæja, ég mætti í vinnuna aftur í morgun eftir 4 daga frí, var ekki fyrr mætt en ég var drifin í kínverska orkuleikfimi eða Qi gong. Það er nefnilega heilsuvika hérna í vinnunni hjá mér þessa viku og að því tilefni eru ýmsar svona uppákomur alla vikuna. Það var gaman að prófa orkuleikfimina, og mér leið mjög vel eftir hana, væri alveg til í að prófa þetta aftur við tækifæri. Svo eru ávextir og annað hollustufæði á borðum alla vikuna, ég fór svo og fékk mér salat í hádeginu, um að gera að reyna að halda sig í hollustunni eftir að hafa byrjað daginn svona vel. Ég ætla að reyna að nýta mér þessa viku í að byrja mitt eigið heilsuátak, wish me luck:) Ég er búin að vera að spá í það lengi að drífa mig í sund á morgnana áður en ég fer í vinnuna, en hef ekki komist lengra en að hugsa um það….en nú ætla ég að fara að láta verða af þessu, upplagt tækifæri að byrja núna, það fá nefnilega allir starfsmenn gefins 10 tíma sundkort, þannig að nú er tækifærið. Svo er bara að reyna að koma sér framúr á morgnana, en þetta hlýtur að komast upp í vana á smá tíma, eða ég vona það allavega:)

Auglýsingar

Þessi annars prýðisgóða helgi hafði einar slæmar a…

Þessi annars prýðisgóða helgi hafði einar slæmar afleiðingar í för með sér:( Ég horfði nefnilega á laugardagskvöld með Gísla Marteini í gærkvöldi….sem er erfitt að komast hjá á þessu heimili þar sem þessi þáttur er eitt af uppáhaldssjónvarpsefnum prinsessunnar. Nema hvað svo að ég komi mér nú að efninu þá var Fjölnir Þorgeirsson einn af gestum þáttarins og meðal annars var talað um Spice girls og sýnt brot úr myndbandi við lagið „Spice up your life“ sem svona líka límdi sig við heilann á mér og situr þar fast og haggast ekki sama hvað ég reyni……spice up your life!

Doctor Unheimlich has diagnosed me withRakel’s Lur…

Doctor Unheimlich has diagnosed me with
Rakel’s Lurgy
Cause: poor dental hygiene
Symptoms: imperceptibly polka-dot blotches, hearing voices, froglike eyes
Cure: drink one and a half pints of beer every day before meals
Enter your name, for your own diagnosis:

Jahá….þá veit ég hvað það er sem þjakar mig….einhver væri nú örugglega himinlifandi með lækningaraðferðina, en þar sem ég er nú ekkert sérstaklega mikil bjórdrykkjumanneskja þá held ég að ég reyni að fá „second opinion“ einhverstaðar:)

Jæja….stóri leikurinn var í gær….Valur-Fjölnir…

Jæja….stóri leikurinn var í gær….Valur-Fjölnir (úrslitaleikur íslandsmótsins í körfuknattleik í 10. flokki karla..vá hvað þetta var langt..hehe)..við mæðgurnar, ásamt Sóley mágkonu vorum að sjálfsögðu mættar til þess að horfa á. Katla var sérstaklega flottur stuðningsmaður….ég málaði hana í framan í Valslitunum og svo var hún með Valsmerkið nælt í kjólinn sinn..mjög stolt og kallaði „Áfram Valur“ af miklum krafti og einnig nýja slagorðið sitt „Valur svalur!“ sem hún bjó til alveg sjálf:)

En það dugði því miður ekki til….valsmenn töpuðu með 6 stigum eftir hörkuleik…þeir voru 10 stigum undir í hálfleik en náðu að minnka muninn í 1 stig þegar 1 og hálf minúta voru eftir….en því miður fór þetta svona og ekkert við því að gera…ég er samt endalaust stolt af kallinum mínum…sem nota bene er þjálfarinn…hehe ef einhver skyldi ekki vita það….hann er ekki í 10. flokki:) Tveir titlar af þremur í vetur (Reykjavíkurmeistarar og bikarmeistarar) er aldeilis frábær árangur og af því tilefni bætti ég link inná valur.is í linkasafnið mitt:) Við skötuhjúin skelltum okkur svo á vorfagnað vals eftir leikinn (í boði kb banka:))….rétt náðum í endann á skemmtiatriðunum (Jón Ólafs og Stebbi Hilmars) og eftirréttinn..náðum að heyra Stebba taka Nínu sem var nú ekki leiðinilegt….svo voru Stuðmenn að spila á ballinu á eftir og þetta var bara rosa gaman…ég þekkti reyndar mjög fáa þarna en það kom ekki að sök (hætti allavega að skipta máli svona á 4. glasi eða svo)…en við allavega skemmtum okkur mjög vel, langt síðan við höfum farið saman að djamma og svona og svo var ekki verra að fá persónulegan leigubíl heim, þar sem Steini vinur hans Sæba var keyra:) Svo er bara stefnan sett á að taka því rólega í dag held ég….fara að sækja dömuna til afa síns á eftir og fjölskyldast bara það sem eftir er af helginni:)

Jæja, ég er búin að spotta eitt aprílgabb í dag……

Jæja, ég er búin að spotta eitt aprílgabb í dag…á visi.is hehe…Idol keppnin er semsagt komin yfir á skjá1 og Simon Cowell kemur til landsins í dag á einkaþotu til þess að aðstoða Bubba við að velja 3 þáttakendur í sérstaka hraðkeppni sem verður haldin í Sydney 22 maí…hehe…held ekki…spurning hvað það eiga margir eftir að mæta í Austurbæ í dag:)