Fékk þennan sendan áðan…..hehe……gæti nú alve…

Fékk þennan sendan áðan…..hehe……gæti nú alveg séð þetta fyrir mér gerast í ekki svo fjarlægri framtíð!

Stóri Bróðir á 21 öldinni:

SÍMASTÚLKA: Pizza plúúúús!

Viðskiptavinur: Halló, ég ætla að panta pizzu hjá ykkur…

SÍMASTÚLKA: Sjálfsagt, ég þarf að fá kennitöluna þína.

VIÐSKIPTAVINUR: Kennitöluna, já hún er 180869-4859.

SÍMASTÚLKA: Já, Jón Jónsson, heimilisfang Fálkagata 17, símanúmer

580-9957.

Þú vinnur í herbergi nr. 23 hjá Skýrr og GSM númerið þitt er 879-4138. Úr

hvaða síma hringirðu?

VIÐSKIPTAVINUR: Ha, ég? Heimasímanum. Hvar náðirðu í allar þessar

upplýsingar?

SÍMASTÚLKA: Við erum tengd við netið.

VIÐSKIPTAVINUR: (andvarpar) Já, ég ætla að fá tvær lúxuspizzur með

kjötáleggi…

SÍMASTÚLKA: Ég held þú ættir að sleppa því, Jón.

VIÐSKIPTAVINUR: Hvað meinarðu?

SÍMASTÚLKA: Jón, í sjúkraskýrslunni þinni stendur að þú hafir mjög háan

blóðþrýsting og allof hátt kólesteról. Líftryggingafélagið þitt leyfir þér

ekki að borða svona óhollan mat.

VIÐSKIPTAVINUR: Hverju mælirðu þá með?

SÍMASTÚLKA: Þú ættir að prófa fituskertu sojabaunapizzuna okkar með

jógúrtsósunni. Ég er viss um að þér þykir hún góð.

VIÐSKIPTAVINUR: Hvernig dettur þér í hug að ég mundi vilja eitthvað

svoleiðis?

SÍMASTÚLKA: Nú, þú tókst „Gæðauppskriftir með sojabaunum“ á bókasafninu í

síðustu viku. Þessvegna stakk ég upp á þessu.

VIÐSKIPTAVINUR: Ókey, ókey. Sendu mér tvær í fjölskyldustærð. Hvað kostar

þetta svo?

SÍMASTÚLKA: Það ætti að nægja þér, konunni og börnunum fjórum.

Kostnaðurinn

er 4.589 krónur.

VIÐSKIPTAVINUR: Ég ætlað að borga með kreditkortinu. Númerið er…

SÍMASTÚLKA: (grípur fram í) Því miður, en þú verður að borga út í hönd. Þú

ert kominn yfir á kortinu.

VIÐSKIPTAVINUR: Ég hleyp þá bara í næsta hraðbanka með debetkortið og tek

út pening áður en bílstjórinn ykkur kemur.

SÍMASTÚLKA: Það gengur ekki heldur. Þú er búinn með yfirdráttinn á

tékkareikningnum.

VIÐSKIPTAVINUR: Jæja, jæja, sendu bara pizzurnar og ég hef peningana

tilbúna. Hvað tekur það langan tíma?

SÍMASTÚLKA: Við erum aðeins í seinni kantinum, gæti verið um 45 mínútur.

Ef

þér liggur á gætirðu sótt þær um leið og þú nærð í peningana, en það er

auðvitað frekar erfitt að flytja pizzur á mótorhjóli…

VIÐSKIPTAVINUR: Hverning veistu að ég er á mótorhjóli?

SÍMASTÚLKA: Það stendur hérna að bíllinn hafi verið gerður upptækur vegna

vangreiðslna á bílaláninu. En Hondan er fullgreidd svo ég gerði ráð fyrir

að þú mundir koma á henni.

VIÐSKIPTAVINUR: @#%/$@&?#!

SÍMASTÚLKA: Gættu þín á orðalaginu, Jón. Þú er þegar búinn að fá á þig

einn

dóm fyrir að blóta í návist lögreglumanns, í júlí 2006.

VIÐSKIPTAVINUR: (orðlaus)

SÍMASTÚLKA: Var það eitthvað fleira?

VIÐSKIPTAVINUR: Nei, ekkert. Jú annars, hvað með þessa tvo lítra af kók

sem

fylgja frítt með pizzunum frá ykkur?

SÍMASTÚLKA: Því miður, Jón, en í smáa letrinu í auglýsingunni frá okkur

stendur skýrum stöfum að við sendum ekki ókeypis gosdrykki til

sykursjúkra.

Auglýsingar

Við Katla fórum í gær og keyptum okkur nýjan gullf…

Við Katla fórum í gær og keyptum okkur nýjan gullfisk, í viðbót við þann sem er þegar á heimilinu. Okkur fannst hann vera hálfeinmanalegur og ákváðum því að bæta einum við. Allavega, í bílnum á leiðinni heim þá fórum við að velta því fyrir okkur hvað hann ætti nú að heita (hinn heitir Engilbert). Ég kom með ýmsar hugmyndir, sem voru jafnóðum skotnar í kaf úr aftursætinu. Eitt besta svarið sem kom var „nei, mér finnst það alltof karlmannlegt nafn!“…….hehe….hvað er hægt að segja við því svosem. Þannig að hún fékk að sjálfsögðu að ráða nafninu og fiskurinn hlaut nafnið Snjóber:)

Ég kíkti í Kringluna í hádeginu í dag, reyndar ekk…

Ég kíkti í Kringluna í hádeginu í dag, reyndar ekki bara mér til ánægju…þurfti aðeins að skjótast þangað, en allavega fyrst ég var nú komin þangað þá fékk égg mér bananaboozt ? hádegismat, *slurp*, alltaf jafngott. Er svona aðeins að reyna að auka hollustuna á nýju ári, fyrsti dagurinn í gær…gekk vel, vonandi heldur áfram að ganga vel. En allavega gekk ég framhjá Hardrock, og sá þessa skemmtilegu auglýsingu um karlagæslu..hehe…var eitthvað á þessa leið: „Konur, komið með karlinn í gæslu á meðan þið verslið. Þið afhendið karlinn í gæslunni og fáið kvittun í staðinn, komið svo og sækið hann þegar hentar, en athugið, hann gæti langað til að vera lengur“. Finnst þetta alveg bráðfyndi?, lítið mál fyrir mann að verlsla núna, skýst með karlinn í karlagæsluna og barnið í ævintýralandið og svo bara shop ’til I drop…hehe, verð að prófa þetta:)

Ég hlusta mikið á létt í vinnunni í gegnum netið. …

Ég hlusta mikið á létt í vinnunni í gegnum netið. Það er verið að gefa bíómiða þessa dagana á myndina Mona Lisa smile á föstudaginn…….ég hringdi áðan og vann miða….þannig að ég er í leiðinni í bíó á föstudaginn og er mjög sátt við það:)

Var líka að losa mig við jólalúkkið á síðunni…..jólin eru víst búin eins og ég varð óþarflega mikið vör við um eittleytið í nótt þegar einn nágranni minn fann hjá sér mikla þörf til að kveðja jólin með allsvakalegri flugeldasýningu….arrg…pirr pirr!