Ég fór á tónleika í gærkvöldi í Háteigskirkju, með…

Ég fór á tónleika í gærkvöldi í Háteigskirkju, með Páli Óskari og Moniku (þ.e. þau voru að spila á tónleikunum, ég fór ekki með þeim (flottur þessi hehe)). En ég verð að segja það að ég er varla komin niður á jörðina ennþá. Þetta var hreint út sagt yndislegt! Hver gullmolinn á fætur öðrum og ég er þess fullviss að betri bólusetning gegn jólastressinu er ekki til. Innkoman hjá Páli var mjög grand, enda ekki við öðru að búast af honum, hann gekk syngjandi inn kirkjugólfið í rauðum jakkafötum (þeim sömu og hann var í hjá Gísla Marteini um daginn og einhver kommenteraði á að hann liti út eins og kínverskt teboð í þeim:)) Diddú söng svo nokkur lög með honum, og tvö lög ein á meðan Palli fór og skipti um föt.

Einnig kom fram sönghópur (sem ég man ekki nafnið á), en var alveg frábær. Þessi stund var því miður alltof fljót að líða, en það var svo óvænt ánægja að Páll og Monika settust fram eftir tónleikana og árituðu diskana sína fyrir þá sem vildu. Við Inga Rut splæstum á okkur nýja disknum þeirra og ég framlengdi tónleikana aðeins þegar ég kom heim. Þessi diskur er alveg frábær, verður án efa mikið spilaður á mínu heimili, alveg eðal til að hlusta á í skammdeginu við kertaljós:) Ég mæli semsagt hiklaust með þessum diski, og fyrir þá sem komust ekki á tónleikana, þá var verið að tala um það þarna í gær að það yrðu mjög líklega aukatónleikar:)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: