Þá er mestu letihelgi sögunnar hjá mér lokið…..v…

Þá er mestu letihelgi sögunnar hjá mér lokið…..vá, það er langt síðan ég hef gert svona lítið yfir heila helgi.

Sæbi var að vinna alla helgina og við Katla heima bíllausar. Við vorum reyndar duglegar á föstudagskvöldinu og fórum í sund, Katla hjólandi og ég gangandi. Komum svo við á Dominos á leiðinni heim og keyptum okkur pizzu sem við borðuðum yfir Edduverðlaununum. Þetta er nú eiginlega það eina sem við afrekuðum um helgina, ef frá er talin gönguferð útí Nóatún á laugardaginn til þess að kaupa í matinn. Í gær fórum við ekki út fyrir dyr, vorum bara heima og höfðum það gott. Ég er ein af þeim sem þarf alltaf að vera að gera eitthvað um helgar og hreinlega finnst ég vera að sóa tímanum eða missa af einhverju ef ég er ekki að „gera eitthvað“ eins og ég kalla það. Ég komst nú reyndar að því að það getur verið ágætt svona öðru hvoru að gera bara ekki neitt. Ég hafði svo áhyggjur af því að Kötlu hefði kannski leiðst þetta aðgerðarleysi okkar, en fékk staðfestingu á því í gærkvöldi að svo var ekki. Hún kallaði nefnilega á mig í gærkvöldi þegar hún var komin upp í rúm og sagði: „Mamma, getum við aftur verið innipúkar á morgun“ 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: