Í þessari viku gerðist eitt af því sem ég hef ótta…

Í þessari viku gerðist eitt af því sem ég hef óttast síðan dóttir mín byrjaði í leikskóla…….það kom upp lús á leikskólanum hennar *hrollur*…..þetta er kannski orðað á frekar dramatískan hátt hjá mér en þeir sem þekkja mig vita að ég er sjúklega…og þá meina ég sjúklega hrædd við pöddur….og tilhugsunin um að nokkrar hefðu kannski tekið sér bólfestu í hári fjölskyldunnar var vægast sagt ekki góð. En það var víst ekkert annað að gera en að reyna að halda ró sinni og bruna í næsta apótek og fjárfesta í lúsakambi.

Ég var fyrst viss um að nú þyrfti ég að þrífa allt hátt og lágt, frysta rúmfötin og einhverjar meiriháttar aðgerðir, en það þarf nú víst ekki að fara út í það nema að einhver kvikindi finnist…sem gerðist sem betur fer ekki, þannig að við gátum andað léttar. Allavega í bili, það þarf að kemba í einhvern tíma á eftir til öryggis, þá er bara að vona það besta:)

Auglýsingar

Þá er mestu letihelgi sögunnar hjá mér lokið…..v…

Þá er mestu letihelgi sögunnar hjá mér lokið…..vá, það er langt síðan ég hef gert svona lítið yfir heila helgi.

Sæbi var að vinna alla helgina og við Katla heima bíllausar. Við vorum reyndar duglegar á föstudagskvöldinu og fórum í sund, Katla hjólandi og ég gangandi. Komum svo við á Dominos á leiðinni heim og keyptum okkur pizzu sem við borðuðum yfir Edduverðlaununum. Þetta er nú eiginlega það eina sem við afrekuðum um helgina, ef frá er talin gönguferð útí Nóatún á laugardaginn til þess að kaupa í matinn. Í gær fórum við ekki út fyrir dyr, vorum bara heima og höfðum það gott. Ég er ein af þeim sem þarf alltaf að vera að gera eitthvað um helgar og hreinlega finnst ég vera að sóa tímanum eða missa af einhverju ef ég er ekki að „gera eitthvað“ eins og ég kalla það. Ég komst nú reyndar að því að það getur verið ágætt svona öðru hvoru að gera bara ekki neitt. Ég hafði svo áhyggjur af því að Kötlu hefði kannski leiðst þetta aðgerðarleysi okkar, en fékk staðfestingu á því í gærkvöldi að svo var ekki. Hún kallaði nefnilega á mig í gærkvöldi þegar hún var komin upp í rúm og sagði: „Mamma, getum við aftur verið innipúkar á morgun“ 🙂

Hæhæ, Ég hef nú ekki verið sú duglegasta við að…

Hæhæ,

Ég hef nú ekki verið sú duglegasta við að skrifa að undanförnu, ætli það stefni ekki í að ég verði aumingjabloggari…en jæja það kemur í ljós:) Annars gengur lífið nú bara sinn vanagang hjá okkur fjölskyldunni. Ég fór í Bónus í dag sem telst nú varla merkilegt, og í einhverju augnabliks hagsýnu húsmóðurskasti þá keypti ég lifur! Horfði svo á hana þegar ég kom heim og mundi skyndilega að mér finnst lifur alls ekki góð….var fljót að henda henni inní frysti og ætli hún verði ekki þar næstu vikur og jafnvel mánuði…nema ég komist yfir einhverja þrusugóða uppskrift að dulbúinni lifur…bara eitthvað allt annað en brúna sósu og kartöflumús…oj oj oj. En ég er svo að fara á föndurnámskeið á morgun og svo aftur á fimmtudaginn…bara óvenju busy vika. Hlakka mjög mikið til. Fyrra námskeiðið er í þrívíddarkortagerð…kannski maður komist þá bara í stuð og búi jólakortin til sjálfur í ár…hver veit.

Það seinna er svo krukkumálun..þetta verður örugglega þrælgaman:)