Jæja, ég var orðin leið á því að bakgrunnsmyndin m…

Jæja, ég var orðin leið á því að bakgrunnsmyndin mín kom aldrei inn….fór að athuga málið, og komst þá að því að hún var dottin út. Ég hefði semsagt átt að vista hana sjálf en ég fattaði það nottulega ekki neitt. En ég tók til minna ráða og fékk mér nýja mynd…….bara gaman að þessu, get þá skipt reglulega um mynd…finnst þessi nú bara koma ágætlega út….fékk hana á heimasíðu Counting Crows sem er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum….spillir heldur ekkert fyrir að söngvarinn sem sést þarna á myndinni lítur ekki beint illa út:) En allavega þá er ég bara ánægð með nýja útlitið mitt.

Auglýsingar

Jæja, kominn mánudagur eina ferðina enn…….svon…

Jæja, kominn mánudagur eina ferðina enn…….svona er þetta….en það er nú varla hægt að vera í mánudagsskapi þegar maður kemur út í svona yndislegt veður eins og í morgun….mmmm…..frekar kalt, tært loft og sól…..gæti ekki verið betra að mínu mati. Við Katla skruppum á bókasafnið í gær…við höfðum þá ekki farið þangað mjög lengi….sennilega í 2 ár, það er að segja á þetta tiltekna bókasafn.

Ástæðan fyrir því er sú að ég týndi bók sem ég átti að vera löngu búin að skila…já semsagt fyrir 2 árum eða svo….týndist í flutningum hjá mér…og ég hef ekki þorað að fara á safnið síðan hehe….veit ekki hvað ég hélt að gerðist….að bóksafnslöggan kæmi og stingi mér inn eða að það færu viðvörunarbjöllur í gang þegar kortinu mínu yrði rennt í gegn….en eftir mikið taugastríð þá gerðist nú bara nákvæmlega ekki neitt, nema það jú að kortið mitt er útrunnið:) En það var eitt svolítið skondið sem ég sá á bókasafninu, það er búið að safna saman dóti sem hefur fundist innan í bókunum þegar þeim hefur verið skilað og setja í svona glersýningarkassa. Þarna leyndust hinir ýmsu hlutir s.s. sælgætisbréf, lottómiði, glósur…man nú ekki eftir fleiri hlutum í augnablikinu en mér finnst þetta allavega mjög sniðugt:)

Ég datt niður á ansi skondinn þátt á BBC1 um helgi…

Ég datt niður á ansi skondinn þátt á BBC1 um helgina. Þetta var svona svipað og þegar verið er að sýna fyndin heimamyndbönd frá fólki, nema þarna voru sýndar fyndnar auglýsingar allstaðar að úr heiminum.

Sú besta sem ég sá var auglýsing frá blóðbanka sem var þannig að það er maður sem situr í stól hjá rakara, sýnd nærmynd af rakhnífnum og svona og lögð áhersla á hvað þetta er mikið nákvæmnisverk og má ekkert útaf bera hjá rakaranum svo að hann skeri ekki kúnnann. Svo sjást 3 hjúkkur læðast inn og taka sér stöðu fyrir aftan stólinn og ein þeirra heldur á svona, æi, veit ekki alveg hvað þetta heitir, svona 2 diskar sem er slegið saman, hljóðfæri t.d. notað í lúðrasveitum, allavega framleiðir mikinn hávaða:) Og þær standa þarna ógnandi tilbúnar til að trufla rakarann…..svo kemur…..“We’re tired of asking nicely, give blood!“…hehehe, fannst þetta hrikalega fyndið:)

Jæja, ný vinnuvika byrjuð. Átti mjög svo góða hel…

Jæja, ný vinnuvika byrjuð. Átti mjög svo góða helgi. Við fórum á stórmynd Grísla á laugardaginn og skemmtum okkur mjög vel. Katla var reyndar svolítið hrædd við trailer úr einhverri Looney Tunes mynd, enda skiljanlega, kynnirinn hljómaði eins og Sauron úr LOTR eða eitthvað álíka illmenni, það urðu margir smeykir í salnum. Svo var hún heldur ekkert ánægð þegar býflugurnar voru að elta Bangsímon og félaga. En að öðru leyti var hún mjög ánægð með bíóferðina:) Gærdagurinn var svo þvílíki letidagurinn hjá mér, var sko á náttfötunum allan daginn…..hinir fjölskyldumeðlimirnir skruppu út að stússast en ég lagðist upp í sófa, undir teppi og horfði á Parenthood á stöð2, þessi mynd er í svo miklu uppáhaldi hjá mér að ég horfði á hana ruglaða, er sko ekki með stöð2. Algjör snilldarmynd:)