Jæja, kominn föstudagur…..alltaf er það nú jafnl…

Jæja, kominn föstudagur…..alltaf er það nú jafnljúft:) Hlakka til helgarinnar, við fjölskyldan erum að spá í að skella okkur í bíó á stórmynd Grísla. Það verður örugglega fjör. Þetta verður þá þriðja bíóferð Kötlu, vona að hún gangi betur en hinar tvær hehe, í fyrsta skiptið fórum við á Ice Age og þegar hléið kom þá var mín búin að fá nóg og við fórum heim, í annað skiptið var það Fríða og dýrið, sem gekk reyndar betur, við horfðum allavega á alla myndina þá:) Ég fór á heimasíðu myndarinnar í gær og downloadaði „screenmate“ sem vakti gríðarlega lukku, ekki leiðinlegt að fá Grísling, Kaniku, Köngu, Gúra og alla hina félagana í heimsókn í tölvuna sína, röltandi um á skjánum.

Eftir að við fengum okkur sítengingu er ég farin að leyfa Kötlu að vera á netinu af og til, yfirleitt á Cbeebies síðunni, hún biður yfirleitt um að fara á stubbasíðuna og fer t.d. að lita eða púsla. En mér finnst alltaf jafn fyndið að heyra 3ja ára púka spyrja „mamma, má ég fara á netið?“ Frekar skondið:)

Auglýsingar

Vinkona mín er búin að vera hjá mér undanfarna vik…

Vinkona mín er búin að vera hjá mér undanfarna viku. Hún er í leikskólakennaranámi í fjarnámi og þarf alltaf að koma í bæinn öðru hvoru til þess að mæta í skólann. Við erum báðar algjörir sælkerar (þó að það sjáist reyndar ekki nema á annarri okkar, lesist: mér) og erum því búnar að vera frekar duglegar við að elda ýmislegt góðgæti þessa daga sem hún var hjá mér. Við elduðum t.d. uppáhaldssúpuna okkar (ég læt fylgja uppskriftir ef ske kynni að einhver hafi áhuga) og svo í gærkvöldi þá bakaði þessi elska lefsur handa mér…mmm…slurp…ég er viss um að þær bragðast alls ekki verr, ef ekki betur með súpunni góðu heldur en með beikon/hvítlauksspaghettíinu sem við elduðum í gær. En hérna koma uppskriftirnar.

Tómatpastasúpa með rækjum og dilli (ég sleppi reyndar alltaf rækjunum)

1 blaðlaukur (meðalstór)

2 hvítlauksrif

Matarolía til steikingar

1 dós niðursoðnir tómatar

8 dl vatn

3 fiskteningar

2 dl pasta

1 tsk dillfræ eða kóríanderfræ

250 gr rækjur

Season all eða önnur krydd

½ dl ferskt dill

smá rjómi

Blaðlaukur og hvítlaukur er steiktur, svo eru tómatarnir, vatnið og fiskteningarnir settir útí og þetta látið sjóða í smá stund. Svo er soðnu pastanu bætt út í. Kryddað. Rækjunum bætt í og að síðustu rjóma og dilli.

Lefsur

4-5 dl hveiti

2 1/2 dl súrmjólk

2 msk sýróp

1 tsk hjartarsalt

Þessu er öllu skellt saman í skál og svo hnoðað. Búnar til ólögulegar klessur og þeim skellt á ofngrindina sem hefur verið klædd með bökunarpappír. Þetta er svo bakað við 190° í ca 10-15 mín.

Bestar volgar með smjöri:)

Testing…..bara svona rétt að athuga hvort að ísl…

Testing…..bara svona rétt að athuga hvort að íslensku stafirnir virka…….